Haustferð

Klæðið ykkur í sparísokkana og hengið á ykkur slaufuna, við förum í ferðalag!

Dagsetning: 11. okt.

Brottför: Kl. 11:00 frá Samkaup Strax
Dagsrká: samkv. pósti
Heimkoma: Þegar og ef guð lofar!

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Kóngvegurinn

Eins og boðað var fyrir fyrsta fund þetta starfsárið þá gátu þeir sem vildu fengið að láni hross og mætt ríðandi á fudnarstað. Fjórir fórum við ríðandi kóngsveginn frá Hólum að Efstadal og fengum stórskemmtilega staðar-, örnefna- og sögukynningu frá formanni okkar Jóhanni Gunnari.

Fundurinn fór fram að mestu með hefðbundnu sniði en eftir að honum var slitið bauð Sölvi Arnarson, verti í Efstadal, félagsmönnum upp á Lions tilboð á hamborgurum og öl með. Menn týndust svo í burt einn og einn þegar leið á kvöldið en síðustu félagsmenn yfirgáfu veitingahúsið einhverntíma eftir miðnættið. Það er óhætt að segja að Hótelið í Efstadal er góður staður heim að sækja. -> www.efstidalur.is

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fyrsti fundur starfsársins

 Þá fer í hönd annað og kolklikkað starfsár hjá Lionsklúbb Laugardals.

Fyrsti fundur verður haldin á veitingahúsinu í Efstadal þann 19. september klukkan 20.00.

Í Efstadal ætlar Sölvi að kokka í okkur einhvert góðgæti og er hugmyndin að þeir sem hafa áhuga fari ríðandi frá gamla kóngsveginn frá Hólum að Efstadal til að byggja upp matarlyst. Brottfarartími frá Hólum yrði 17:30.

Hestar og reiðtygi verður hægt að fá að láni fyrir þá sem ekki búa svo vel að eiga slíkt sjálfir. Hestarnir munu að mestu koma úr hestaleigunni í Efstadal svo pantanir á hross þurfa að berast daginn áður (18. Sept) svo hægt verði að ferja nægjanlega mörg hrossin yfir í tíma.

Þeim sem var kennt að leikja sér ekki að/á matnum geta að sjálfsögðu sleppt reiðinni og mætt beint í Efstadalinn á áður tilgreindum fundartíma.

Niðurtalning í fund er hafin! Gvööð hvað þetta verður gaman!

days
hours
min
sec

Samantekt:
Nýtt, klikkað starfsár, fundur 19. sept. kl. 20:00, brottför reiðmanna frá Hólum: 17:30, mæting bílamanna: 19:55, Panta hross í síðastalagi 18. sept.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

“Ég er með vor á skallanum…”

Það er komið að því kæru lions félagar! Vorferðin 2014!!! Get ég fengið halelúja!!

Áður en að henni kemur ætlum við að hittast og taka til hendinni á gamla, fokna, bátaskýlinu við vatnið. Við hittumst klukkan 17 við vatnið með tæki og tól til verksins. Pálmi og Sævar munu stjórna verkinu og sjá til þess að við hlaupum ekki um svæðið eins og höfuðlaus her enda varasamt að hlaupa stefnulaust um svæðið þar sem hverinn er skammt undan. Sama kvöld tökum við fund í Héraðskólanum en í millitíðinni getið þið farið heim að borða kræsingar frá konuni, mömmu ykkar eða Mikki í Samkaup sem býður upp á dýrindis hamborgara og pylsur.

Vorferðin verður svo samkvæmt tölvupósti og ekki muna að gleyma að skrá ykkur í ferðina.

Þetta verður eitthvað!!!

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Skötuveisla 2013

Skötuveislan gekk feiknar vel þetta árið sem fyrri ár og tóku 80 manns á öllum aldri hraustlega til matar síns. Yfirkokksi dagsins var Sigurður Rafn en honum innan handar stóð formaðurinn sjálfur, Sölvi Arnarsson. Aðrir félagsmenn skiptu svo með sér að þjóna í sal og sápa leirtaugið en það er eftir traustum heimildum haft að aldrei hafi leirtau verið jafn fast og jafn vel skrúbbað og þegar Jói Gunni og Pálmi Páls spókuðu sig við vaskinn.

Pálmi Páls og Jói Gunni við störfLaugarvatn á við þann kvimleiða vanda að stríða að hafa ekkert félagsheimili á staðnum. Sökum þess þurfa félagasamtök á svæðinu ávalt að leita á náðir fyrirtækja og/eða stofnana á ef halda á uppákomur innanhús. Sem betur fer höfum við hér flottan hóp vel samfélagsþenkjandi einstaklingar, fyrirtækja og stofnana og þarf því sjaldan að hringja nema eitt símtal áður en húsnæði er fundið og vill Lionsklúbburinn þakka Menntaskólanum að Laugarvatni fyrir að hafa enn og aftur þjónustað samfélagið af miklum sóma með afnotum af húsnæði skólans.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af mörgum myndum sem teknar voru í veislunni.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Kertafleyting og jólajóla

BjarnalundurÞað viðraði mjög vel á mannskapinn í Bjarnalundi í gærkvöldi þegar Jólaljósin voru tendruð af lions mönnum í viðurvist fjölda fólks. Eftir að Sölvi Arnarsson, formaður Lkl. Laugardals hafði boðið fólk velkomið hélt skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Halldór Páll Halldórsson stutta ræðu og kór miðdalskirkju tók lagið.

Að þessu loknu var arkað niður að vatni og kertum fleytt í gríð og erg. Oft er það svo að veðurguðinn reynist kertafleytinum erfiður og kertin þá ekki náð frá bakka og jafnvel sokkið í öldugangi en þetta árið var kallinn í háloftunum kláralega í góða skapinu því við vatnið var lognið nánast algjört, mjög mildur vindur blés kertunum vel út á vatnið austanvert og var því sjónarspilið mikið þegar á leið.

Fontana boð svo gestum og gangandi í kaffi/kakó og smákökur og var því mjög vel tekið af börnum sem og fullorðnum.

Kertafleyting Lions gekk sem sagt vonum framar og telur sá sem þetta skrifar skrifar að þar hafi góður tónn verið settur fyrir jólahátíðina í ár.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Dagskrá í Bjarnalundi og kertafleyting 30. nóvember.

Hvítar rósir

 

Lionsklúbbur Laugardals hvetur alla Laugvetninga og aðra til að mæta í kertarfleytingu

17:00 – Formaður Lions -  Sölvi Arnarsson
17:10 – Aðventu ávarp – Halldór Páll Halldórsson
17:30 – Kór Miðdals kirkju syngur jólalög
17:45 – Kveikt á Jólaljósum
17:50 – Rölt niður að vatni þar sem kertum verður fleytt
17:50 – Kertafleyting við Fontana
17:00 til 18:00 – Kakó og piparkökur í Fontana í boði Fontana.

Flotkerti verða seld í Bjarnalundi og Fontana.
Ath að einungis er hægt að greiða með peningum.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Hver gerði hestagerði?

Lionsklúbburinn tók á síðasta ári að sér að rífa gömlu fjárréttina sem stóð við gamla Gjábakkaveg vestan við Laugarvatn. Í dag smelltum við svo upp hestarétt á þeim stað sem gamla réttin stóð.

Mæting félagsmanna var að venju góð og vannst verkið vel undir stjórn ofurhetjunnar Jóhanns Reynis.

Myndirnar sem hér fylgja tók Guðmundur Rafnar.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Göngustígur og útsýnisskífa

Grjótharðir jaxlar á Laugarvatnsfjalli

Í gærkvöldi hélt klúbburinn sinn síðasta fund þetta starfsárið. Fyrir fundinn var félagsmönnum skipt í tvo hópa og þeim lagt fyrir verkefni. Annar hópurinn (gamlingjarnir sagði einhver) fóru að útsýnisskífunni við Tjaldmiðstöðina og snyrti þar í kring meðan hinn hópurinn hentist upp Laugardals fjall með sleggjur, járnkalla og staura til að merkja gönguleið upp fjallið.

Fundur var svo formlega settur á smíðaverkstæðinu hjá Tomma þegar allir höfðu skilað sér eftir vinnuna. Fráfarandi ritari þuldi fundargerð fyrri fundar en sá var hátturinn í þetta skiptið að fundargerð var þulinn upp úr mynni enda Pálmi óvenju minnugur maður. Ekki er vert að fara nánar í skipulag fundsins enda áhveðið stjórnleysi venja á þessum síðasta fundi vetrar en að venju afhenti fráfarandi stjórn kyndilinn til nýrrar stjórnar og er ekki annað að sjá en að spennandi tímar bíði okkar næsta vetur undir leiðsögn hennar.

Að formlegum fundi loknum tók svo við gleðskapur mikill og fjöldasöngur sem hvoru tveggja stóð fram eftir nóttu.

Myndir af fundinum verða settar inn síðar og þá eingöngu eftir ítarlega ritskoðun undirritaðs.

Rúnar G.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr