Skötuveisla 2013

Skötuveislan gekk feiknar vel þetta árið sem fyrri ár og tóku 80 manns á öllum aldri hraustlega til matar síns. Yfirkokksi dagsins var Sigurður Rafn en honum innan handar stóð formaðurinn sjálfur, Sölvi Arnarsson. Aðrir félagsmenn skiptu svo með sér að þjóna í sal og sápa leirtaugið en það er eftir traustum heimildum haft að aldrei hafi leirtau verið jafn fast og jafn vel skrúbbað og þegar Jói Gunni og Pálmi Páls spókuðu sig við vaskinn.

Pálmi Páls og Jói Gunni við störfLaugarvatn á við þann kvimleiða vanda að stríða að hafa ekkert félagsheimili á staðnum. Sökum þess þurfa félagasamtök á svæðinu ávalt að leita á náðir fyrirtækja og/eða stofnana á ef halda á uppákomur innanhús. Sem betur fer höfum við hér flottan hóp vel samfélagsþenkjandi einstaklingar, fyrirtækja og stofnana og þarf því sjaldan að hringja nema eitt símtal áður en húsnæði er fundið og vill Lionsklúbburinn þakka Menntaskólanum að Laugarvatni fyrir að hafa enn og aftur þjónustað samfélagið af miklum sóma með afnotum af húsnæði skólans.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af mörgum myndum sem teknar voru í veislunni.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Kertafleyting og jólajóla

BjarnalundurÞað viðraði mjög vel á mannskapinn í Bjarnalundi í gærkvöldi þegar Jólaljósin voru tendruð af lions mönnum í viðurvist fjölda fólks. Eftir að Sölvi Arnarsson, formaður Lkl. Laugardals hafði boðið fólk velkomið hélt skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Halldór Páll Halldórsson stutta ræðu og kór miðdalskirkju tók lagið.

Að þessu loknu var arkað niður að vatni og kertum fleytt í gríð og erg. Oft er það svo að veðurguðinn reynist kertafleytinum erfiður og kertin þá ekki náð frá bakka og jafnvel sokkið í öldugangi en þetta árið var kallinn í háloftunum kláralega í góða skapinu því við vatnið var lognið nánast algjört, mjög mildur vindur blés kertunum vel út á vatnið austanvert og var því sjónarspilið mikið þegar á leið.

Fontana boð svo gestum og gangandi í kaffi/kakó og smákökur og var því mjög vel tekið af börnum sem og fullorðnum.

Kertafleyting Lions gekk sem sagt vonum framar og telur sá sem þetta skrifar skrifar að þar hafi góður tónn verið settur fyrir jólahátíðina í ár.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Dagskrá í Bjarnalundi og kertafleyting 30. nóvember.

Hvítar rósir

 

Lionsklúbbur Laugardals hvetur alla Laugvetninga og aðra til að mæta í kertarfleytingu

17:00 – Formaður Lions -  Sölvi Arnarsson
17:10 – Aðventu ávarp – Halldór Páll Halldórsson
17:30 – Kór Miðdals kirkju syngur jólalög
17:45 – Kveikt á Jólaljósum
17:50 – Rölt niður að vatni þar sem kertum verður fleytt
17:50 – Kertafleyting við Fontana
17:00 til 18:00 – Kakó og piparkökur í Fontana í boði Fontana.

Flotkerti verða seld í Bjarnalundi og Fontana.
Ath að einungis er hægt að greiða með peningum.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Hver gerði hestagerði?

Lionsklúbburinn tók á síðasta ári að sér að rífa gömlu fjárréttina sem stóð við gamla Gjábakkaveg vestan við Laugarvatn. Í dag smelltum við svo upp hestarétt á þeim stað sem gamla réttin stóð.

Mæting félagsmanna var að venju góð og vannst verkið vel undir stjórn ofurhetjunnar Jóhanns Reynis.

Myndirnar sem hér fylgja tók Guðmundur Rafnar.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Við viljum…

…óska formanni klúbbsins, Sölva Arnarssyni til hamingju með afmælið en hann skartar nú þrjátíuogeitthvað mörgum árum, heilu ári meira en á sama tíma í fyrra… ótrúlegt!

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Þá hefumst við handa á ný…

Þá er komið að því!

Við boðum til fyrsta fundar vetrarins, miðvikudaginn 11. september kl. 20.00 í fundaraðstöðunni okkar.

HÉR er hlekkur þar sem búið er að raða í nefndir og stjórnir klúbbsins. Endilega kynnið ykkur það og tilheyrandi hlutverk.

Ákveðið hefur verið að fyrsta kaffi vetrarins verði í höndum Pálma Páls og Jóhannesar Sveinbjörnssonar

Kvæði kvöldsins: Rúnar Gunnarsson

Sjáumst sprækir.

Bestu kveðjur,
Víðir

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Göngustígur og útsýnisskífa

Grjótharðir jaxlar á Laugarvatnsfjalli

Í gærkvöldi hélt klúbburinn sinn síðasta fund þetta starfsárið. Fyrir fundinn var félagsmönnum skipt í tvo hópa og þeim lagt fyrir verkefni. Annar hópurinn (gamlingjarnir sagði einhver) fóru að útsýnisskífunni við Tjaldmiðstöðina og snyrti þar í kring meðan hinn hópurinn hentist upp Laugardals fjall með sleggjur, járnkalla og staura til að merkja gönguleið upp fjallið.

Fundur var svo formlega settur á smíðaverkstæðinu hjá Tomma þegar allir höfðu skilað sér eftir vinnuna. Fráfarandi ritari þuldi fundargerð fyrri fundar en sá var hátturinn í þetta skiptið að fundargerð var þulinn upp úr mynni enda Pálmi óvenju minnugur maður. Ekki er vert að fara nánar í skipulag fundsins enda áhveðið stjórnleysi venja á þessum síðasta fundi vetrar en að venju afhenti fráfarandi stjórn kyndilinn til nýrrar stjórnar og er ekki annað að sjá en að spennandi tímar bíði okkar næsta vetur undir leiðsögn hennar.

Að formlegum fundi loknum tók svo við gleðskapur mikill og fjöldasöngur sem hvoru tveggja stóð fram eftir nóttu.

Myndir af fundinum verða settar inn síðar og þá eingöngu eftir ítarlega ritskoðun undirritaðs.

Rúnar G.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

LCIF Year End Giving

This video shows how donations made to LCIF change people’s lives around the world. Contributions help fund disaster relief efforts, sight projects, health programs and more. Make a donation to LCIF today, and make a difference.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr