Blóðsykurmæling og flotkerti

Hinn árlegi Ljósadagur var haldinn á Laugarvatni 26. nóvember síðastliðinn með hefðbundnu fyrirkomulagi.

Endranær tók Lions þátt með ókeypis blóðsykurmælingu fyrir gesti og gangandi. Mælingunni hefur verið mjög vel tekið og margir sem nýta tækifærið og láta mæla sig. Blóðsykurinn reyndist almennt í góðu lagi en ein kona mældist frekar ofarlega og var henni ráðlagt að láta athuga það betur.

Lions tendraði svo jólaljósin í Bjarnalundi eins og fyrri ár. Við það tilefni hélt Snæbjörn Þorkelsson stutta ræðu og þótti takast vel til. Eftir Bjarnalund er haldið niður að vatni þar sem flotkertunum sem klúbburinn selur á jólamarkaðnum er komið á flot undir ljúfri tónlist.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Haustferð

Klúbbnefndin hefur nú setið með sveitta skalla og bólgnar tær við að upphugsa hina fullkomnu haustferð. Til allrar hamingju þá tókst það og munum við því fara í hina fullkomnu haustferð í lok mánaðarins.

Sendur hefur verið póstur með ferðatilhögun og upplýsingum um hvar skal skrá sig.

Húrra!

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Skyndihjálparnámskeið

Skyndihjalparnamskeið-Lkl

Mánudaginn 27. apríl mun Lionsklúbbur Laugardals standa fyrir stuttu námskeiði í skyndihjálp sem haldið verður í ÍKÍ (Íþrótta- og heilsufræði HÍ). Leiðbeinandi verður Hafþór B. Guðmundsson lektor við Íþróttafræðibrautina.

Að kunna réttu handtökin þegar neyð ber að getur skipt sköpum og oftar en ekki er það einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri aðstoð að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda. Á þessu 2. tíma námskeiði verður farið yfir grunnatriði, svo sem  bráðasjúkdóma,slys,veikindi, endurlífgun, blásið verður í dúkkur og þær hnoðaðar, hjartastuðtæki prófað o.fl.

Námskeiðið verður haldið í skólastofu ÍKÍ og hefst kl. 20:00.

Lágmarksþátttaka er 10 manns, en ef fjöldi þátttakenda verður fleiri en 20 þá verður annað námskeið haldið, sem verður auglýst síðar.

Verð er kr. 500,-

Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi laugardaginn 25.apríl til Víðis á netfangið vidirp@gmail.com eða í síma 8683036.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Skötuveisla 2014 – Timelaps

Klúbburinn heldur árlega skötuveislu fyrir hvern þann sem þiggja vill þann 23. des. Árið 2014 var engin undantekning og má hér neðar sjá timelaps af veislunni. Batteríið í myndavélinni kláraðist því miður áður en veislan var búin en uppgefin matartími var frá 11:30 – 14:00.
Veisluna sóttu rúmlega 80 manns af öllum aldri en í boði var skata af ýmsum styrkleika sem og saltfiskur fyrir þá sem ekki leggja í skötuna. Reikna má með að saltfiskunnendur hafi þó engu síður þurft að hátta sig utandyra þegar heim kom líkt og skötudýrkendur því lyktin gerir víst engan greinarmun þó bragðlaukar neytandans geri það :)
Pálmi Hilmarsson sá svo um að yngsta kynslóðin hefði næga afþreygingu með borðtennis, bíó sýningu og annarri skemmtun meðan foreldrar nutu sjávarfangsins.

Menntaskólinn að Laugarvatni mun þurfa ræsta vel út eftir veisluna og ekki þykir ólíklegt að lyktnæmir nemendur muni finna leifar skötuangans þegar þeir snúa aftur til náms í byrjun janúar 2015.
Skólinn fær sérstakar þakkir fyrir að hafa aftur gefið okkur aðgang að sínu frábæra eldhúsi og matsal.

Hér má sjá stutt timelaps af skötuveislunni.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Kerti, blóð og kakó

Kertafleyting 2014

nn árlegi Ljósadagur var haldinn á Laugarvatni 29. nóvember síðastliðinn með jólamarkaði, vöfflukaffi, tendrun jólaljósa, kertafleytingu, hlaupandi börnum og hlæjandi fullorðnum. Þennan dag koma margir uppaldir en brottfluttir Laugdælingar heim í dalinn til að skófla í sig vöfflum með fjölskyldu og gömlum vinum.

Þáttaka Lions í deginum er nokkur og á ýmsum sviðum. Á jólamarkaðnum bjóðum við upp á ókeypis blóðsykurmælingu. Mælingunni hefur verið mjög vel tekið og margir sem nýta tækifærið og láta mæla sig. Hörður Bergsteinsson sá um mælinguna í ár og tók um leið blóðþrýstingsmælingu á þeim sem vildu. Blóðsykurinn reyndist almennt góður en nálægt efri mörkum hjá nokkrum. Ein kona mældist mjög ofarlega og var henni ráðlagt að láta athuga það betur.

Seinni partinn sér klúbburinn svo um tendrun jólaljósa á grenitré í Bjarnalundi. Þar hélt Smári Stefánsson smá lestur yfir fjöldanum og í framhaldi söng yngsta kynslóðin jólalög fyrir fjöldan. Eftir Bjarnalund er haldið niður að vatni þar sem flotkertunum sem klúbburinn selur á jólamarkaðnum er komið á flot undir ljúfri tónlist frá DJ Sævari Ást. Það brennur stundum við að veðurguðinn svíki okkur þegar fleytingin fer fram en í ár var veðrið eins og best getur á kosið með sléttu vatni og passlegri golu til að kertin flutu í fallegri halarófu frá bakkanum og út á vatnið. Eftir fleytinguna býður Fontana svo í kaffi og heitt kakó. Svo skemmtilega vill til að innsti koppur í búri hjá Fontana er félagi í Lkl. Laugardals, Sigurður Rafn Hilmarsson, svo líklegt þykir að bæði kaffið og kakóið hafi verið framúrskarandi hvað gæði varðar eins og honum einum er lagið. :)

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Kertafleytingin…

…er á morgun á Laugarvatni! Það verður ekki leiðinlegt, það verður gaman!

Kertin verða til sölu að vanda á jólamarkaðnum í grunnskóllanum og við vatnið.
Það þykir meira að segja líklegt að þau verði seld í Bjarnalundi líka… það er magnað!!

Ritari

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Haustferð 2014

haustferdÞað var hugur í ljónum dalsins þegar rútan rúllaði af plani Samkaup Strax laugardaginn 11. okt. Fyrsta stop ferðarinnar var brugghúsið Steðji í Borgarnesi. Þar fengum við fræðslu um fyrirtækið og rekstur þess ásamt því að bragða á þeim vörum sem þeir framleiða en Steðji sérhæfir sig að framleiða bjór án alls viðbætts sykurs.

Klukkan 15.00 vorum við komnir að Kolsstað á Hvítársíðu þar sem eigandinn Helgi Eiríksson tók á móti klúbbnum og sýndi okkur aðstöðuna sem hann hefur komið upp en þar tekur hann á móti hópum sem vinna að stærri og smærri skapandi verkefnum. Eftir kynningu Helga tókum við til við að borða nestið okkar og hlýddum að því loknu á kvennakór taka nokkur lög en kórinn var við æfingar í endurinnréttuðum útihúsunum en þau voru sérstaklega endurgerð með tónlistarflutning og hljómburð í huga. Á Kolsstað má svo sjá mikið og flott safn listaverka eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli en þangað var einmitt förinni heitið næst.

Páll er fæddur á Húsafelli og er sannarlega náttúrubarn og listamaður. Á Húsafelli skoðuðum við margvíslegar teikningar, höggmyndir og málverk eftir Pál og hlýddum á nokkur tónverk sem hann spilaði ýmist á steinhörpu gerða úr þunnum steinplötum, þurrkaða njólastilka eða afskorna rabbarbara.

Klukkan 19 renndum við í hlað í Fossatúni til að fá okkur í gogginn. Verti staðarins vísaði okkur til sætis og snæddum við þriggjarétta máltíð við tónlist úr vínilplötuspilara staðarins og mjög svo fagran söng félagsmanna en tónlistarval Davíðs og Sævars var þess eðils að líkami viðstaddra nötraði af söngþrá sem ekki var hamin. Sama gilti um dansglaða sem hentust um gólfið í listrænum snúningum og sveiflum.

Heimkoma á Laugarvatn var rétt um miðnættið. Þar tók félagi Smári Stefánsson á móti þeim sem enn höfðu pláss fyrir veigar en Smári hafði kveikt upp í elsdstæðinu í garðinum og lauk deginum því í rólegu spjalli við varðeld. Ekki slæmur dagur þetta og hefur klúbbnefndin miklar þakkir fyrir gott skipulag og gott utanumhald ferðamanna.

Rúnar Gunnarsson, ritari lkl. Laugardals.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr