Haustferð

Klúbbnefndin hefur nú setið með sveitta skalla og bólgnar tær við að upphugsa hina fullkomnu haustferð. Til allrar hamingju þá tókst það og munum við því fara í hina fullkomnu haustferð í lok mánaðarins.

Sendur hefur verið póstur með ferðatilhögun og upplýsingum um hvar skal skrá sig.

Húrra!

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Skyndihjálparnámskeið

Skyndihjalparnamskeið-Lkl

Mánudaginn 27. apríl mun Lionsklúbbur Laugardals standa fyrir stuttu námskeiði í skyndihjálp sem haldið verður í ÍKÍ (Íþrótta- og heilsufræði HÍ). Leiðbeinandi verður Hafþór B. Guðmundsson lektor við Íþróttafræðibrautina.

Að kunna réttu handtökin þegar neyð ber að getur skipt sköpum og oftar en ekki er það einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri aðstoð að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda. Á þessu 2. tíma námskeiði verður farið yfir grunnatriði, svo sem  bráðasjúkdóma,slys,veikindi, endurlífgun, blásið verður í dúkkur og þær hnoðaðar, hjartastuðtæki prófað o.fl.

Námskeiðið verður haldið í skólastofu ÍKÍ og hefst kl. 20:00.

Lágmarksþátttaka er 10 manns, en ef fjöldi þátttakenda verður fleiri en 20 þá verður annað námskeið haldið, sem verður auglýst síðar.

Verð er kr. 500,-

Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi laugardaginn 25.apríl til Víðis á netfangið vidirp@gmail.com eða í síma 8683036.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fyrsti fundur starfsársins

 Þá fer í hönd annað og kolklikkað starfsár hjá Lionsklúbb Laugardals.

Fyrsti fundur verður haldin á veitingahúsinu í Efstadal þann 19. september klukkan 20.00.

Í Efstadal ætlar Sölvi að kokka í okkur einhvert góðgæti og er hugmyndin að þeir sem hafa áhuga fari ríðandi frá gamla kóngsveginn frá Hólum að Efstadal til að byggja upp matarlyst. Brottfarartími frá Hólum yrði 17:30.

Hestar og reiðtygi verður hægt að fá að láni fyrir þá sem ekki búa svo vel að eiga slíkt sjálfir. Hestarnir munu að mestu koma úr hestaleigunni í Efstadal svo pantanir á hross þurfa að berast daginn áður (18. Sept) svo hægt verði að ferja nægjanlega mörg hrossin yfir í tíma.

Þeim sem var kennt að leikja sér ekki að/á matnum geta að sjálfsögðu sleppt reiðinni og mætt beint í Efstadalinn á áður tilgreindum fundartíma.

Niðurtalning í fund er hafin! Gvööð hvað þetta verður gaman!

days
hours
min
sec

Samantekt:
Nýtt, klikkað starfsár, fundur 19. sept. kl. 20:00, brottför reiðmanna frá Hólum: 17:30, mæting bílamanna: 19:55, Panta hross í síðastalagi 18. sept.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr