Fundi í kvöld er frestað um viku vegna veðurs.
Category Archives: Fundur
Fundarboð
Fyrsti fundur starfsársins
Þá fer í hönd annað og kolklikkað starfsár hjá Lionsklúbb Laugardals.
Fyrsti fundur verður haldin á veitingahúsinu í Efstadal þann 19. september klukkan 20.00.
Í Efstadal ætlar Sölvi að kokka í okkur einhvert góðgæti og er hugmyndin að þeir sem hafa áhuga fari ríðandi frá gamla kóngsveginn frá Hólum að Efstadal til að byggja upp matarlyst. Brottfarartími frá Hólum yrði 17:30.
Hestar og reiðtygi verður hægt að fá að láni fyrir þá sem ekki búa svo vel að eiga slíkt sjálfir. Hestarnir munu að mestu koma úr hestaleigunni í Efstadal svo pantanir á hross þurfa að berast daginn áður (18. Sept) svo hægt verði að ferja nægjanlega mörg hrossin yfir í tíma.
Þeim sem var kennt að leikja sér ekki að/á matnum geta að sjálfsögðu sleppt reiðinni og mætt beint í Efstadalinn á áður tilgreindum fundartíma.
Niðurtalning í fund er hafin! Gvööð hvað þetta verður gaman!
Samantekt:
Nýtt, klikkað starfsár, fundur 19. sept. kl. 20:00, brottför reiðmanna frá Hólum: 17:30, mæting bílamanna: 19:55, Panta hross í síðastalagi 18. sept.
“Ég er með vor á skallanum…”
Það er komið að því kæru lions félagar! Vorferðin 2014!!! Get ég fengið halelúja!!
Áður en að henni kemur ætlum við að hittast og taka til hendinni á gamla, fokna, bátaskýlinu við vatnið. Við hittumst klukkan 17 við vatnið með tæki og tól til verksins. Pálmi og Sævar munu stjórna verkinu og sjá til þess að við hlaupum ekki um svæðið eins og höfuðlaus her enda varasamt að hlaupa stefnulaust um svæðið þar sem hverinn er skammt undan. Sama kvöld tökum við fund í Héraðskólanum en í millitíðinni getið þið farið heim að borða kræsingar frá konuni, mömmu ykkar eða Mikki í Samkaup sem býður upp á dýrindis hamborgara og pylsur.
Vorferðin verður svo samkvæmt tölvupósti og ekki muna að gleyma að skrá ykkur í ferðina.
Þetta verður eitthvað!!!
Hver gerði hestagerði?
Lionsklúbburinn tók á síðasta ári að sér að rífa gömlu fjárréttina sem stóð við gamla Gjábakkaveg vestan við Laugarvatn. Í dag smelltum við svo upp hestarétt á þeim stað sem gamla réttin stóð.
Mæting félagsmanna var að venju góð og vannst verkið vel undir stjórn ofurhetjunnar Jóhanns Reynis.
Myndirnar sem hér fylgja tók Guðmundur Rafnar.
Þá hefumst við handa á ný…
Þá er komið að því!
Við boðum til fyrsta fundar vetrarins, miðvikudaginn 11. september kl. 20.00 í fundaraðstöðunni okkar.
HÉR er hlekkur þar sem búið er að raða í nefndir og stjórnir klúbbsins. Endilega kynnið ykkur það og tilheyrandi hlutverk.
Ákveðið hefur verið að fyrsta kaffi vetrarins verði í höndum Pálma Páls og Jóhannesar Sveinbjörnssonar
Kvæði kvöldsins: Rúnar Gunnarsson
Sjáumst sprækir.
Bestu kveðjur,
Víðir