Kóngvegurinn

Eins og boðað var fyrir fyrsta fund þetta starfsárið þá gátu þeir sem vildu fengið að láni hross og mætt ríðandi á fudnarstað. Fjórir fórum við ríðandi kóngsveginn frá Hólum að Efstadal og fengum stórskemmtilega staðar-, örnefna- og sögukynningu frá formanni okkar Jóhanni Gunnari.

Fundurinn fór fram að mestu með hefðbundnu sniði en eftir að honum var slitið bauð Sölvi Arnarson, verti í Efstadal, félagsmönnum upp á Lions tilboð á hamborgurum og öl með. Menn týndust svo í burt einn og einn þegar leið á kvöldið en síðustu félagsmenn yfirgáfu veitingahúsið einhverntíma eftir miðnættið. Það er óhætt að segja að Hótelið í Efstadal er góður staður heim að sækja. -> www.efstidalur.is

Facebook0Twitter0Google+0Emailtumblr