Haustferð

Klúbbnefndin hefur nú setið með sveitta skalla og bólgnar tær við að upphugsa hina fullkomnu haustferð. Til allrar hamingju þá tókst það og munum við því fara í hina fullkomnu haustferð í lok mánaðarins.

Sendur hefur verið póstur með ferðatilhögun og upplýsingum um hvar skal skrá sig.

Húrra!

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Haustferð 2014

haustferdÞað var hugur í ljónum dalsins þegar rútan rúllaði af plani Samkaup Strax laugardaginn 11. okt. Fyrsta stop ferðarinnar var brugghúsið Steðji í Borgarnesi. Þar fengum við fræðslu um fyrirtækið og rekstur þess ásamt því að bragða á þeim vörum sem þeir framleiða en Steðji sérhæfir sig að framleiða bjór án alls viðbætts sykurs.

Klukkan 15.00 vorum við komnir að Kolsstað á Hvítársíðu þar sem eigandinn Helgi Eiríksson tók á móti klúbbnum og sýndi okkur aðstöðuna sem hann hefur komið upp en þar tekur hann á móti hópum sem vinna að stærri og smærri skapandi verkefnum. Eftir kynningu Helga tókum við til við að borða nestið okkar og hlýddum að því loknu á kvennakór taka nokkur lög en kórinn var við æfingar í endurinnréttuðum útihúsunum en þau voru sérstaklega endurgerð með tónlistarflutning og hljómburð í huga. Á Kolsstað má svo sjá mikið og flott safn listaverka eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli en þangað var einmitt förinni heitið næst.

Páll er fæddur á Húsafelli og er sannarlega náttúrubarn og listamaður. Á Húsafelli skoðuðum við margvíslegar teikningar, höggmyndir og málverk eftir Pál og hlýddum á nokkur tónverk sem hann spilaði ýmist á steinhörpu gerða úr þunnum steinplötum, þurrkaða njólastilka eða afskorna rabbarbara.

Klukkan 19 renndum við í hlað í Fossatúni til að fá okkur í gogginn. Verti staðarins vísaði okkur til sætis og snæddum við þriggjarétta máltíð við tónlist úr vínilplötuspilara staðarins og mjög svo fagran söng félagsmanna en tónlistarval Davíðs og Sævars var þess eðils að líkami viðstaddra nötraði af söngþrá sem ekki var hamin. Sama gilti um dansglaða sem hentust um gólfið í listrænum snúningum og sveiflum.

Heimkoma á Laugarvatn var rétt um miðnættið. Þar tók félagi Smári Stefánsson á móti þeim sem enn höfðu pláss fyrir veigar en Smári hafði kveikt upp í elsdstæðinu í garðinum og lauk deginum því í rólegu spjalli við varðeld. Ekki slæmur dagur þetta og hefur klúbbnefndin miklar þakkir fyrir gott skipulag og gott utanumhald ferðamanna.

Rúnar Gunnarsson, ritari lkl. Laugardals.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Haustferð

Klæðið ykkur í sparísokkana og hengið á ykkur slaufuna, við förum í ferðalag!

Dagsetning: 11. okt.

Brottför: Kl. 11:00 frá Samkaup Strax
Dagsrká: samkv. pósti
Heimkoma: Þegar og ef guð lofar!

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr