Um Lions

[Texti fengin af www.lions.is]

Lions er stærsta alþjóðlega þjónustu-hreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum 1917. Í dag starfa yfir 1,3  milljónir Lions-félaga, í 45.000 Lionsklúbbum í 206 löndum.

Lions er óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum. Í Lions er farvegur umræðna sem efla og þroska.

Lögð er áhersla á vináttu félaganna og fjölskyldna þeirra. Vináttan er undirstaða að starfi Lionsklúbba. Lionsfélagar er tryggur vinahópur, sem stendur saman og styðja hvern annan. Í Lions eignast margir sína bestu vini.

Í Lions öðlast félagar félagslega þjálfun og þar fer einnig fram markviss fræðsla.

Í Lions eru  mörg tilboð um fræðslu og gagnast hún ekki aðeins til starfa í Lions, heldur einnig í atvinnulífinu og í daglegu lífi.

Lions býður upp á fjölbreytt félagslíf, fræðslu, skemmtanir, verkefni, fundi og ferðalög með vinum og fjölskyldum.

Í þínu byggðarlagi starfar e.t.v. Lions-klúbbur, sem þú gætir átt samleið með.

Facebook0Twitter0Google+0Emailtumblr