Vel heppnuð skötuveisla

Skötuveisla klúbbsins var haldin þriðja árið í röð á Þorláksmessu og heppnaðist með eindæmum vel en um 70 manns á öllum aldri komu til að njóta matar í góðum félagsskap.
Yfirkokkur dagsins var Sigurður Rafn Hilmarsson en aðrir félagsmenn skokkuðu brosandi um salinn til að þjónustuðu gesti.

Lkl. Laugardals þakkar Menntaskólanum fyrir húsnæðið, öllum þeim sem á einn hátt eða annan lögðu hönd a plóg og félagsmönnum fyrir vel unninn störf.

Hér má sjá nokkrar valdar myndir úr veislunni.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Flotkerti og blóðsykurmæling

Lkl. Laugardals mun hafa flotkerti til sölu á góðu verð á jólamarkaðnum á morgun svo það ættu allir að geta tekið þátt í kertafleytingunni um kvöldið.
Klúbburinn mun einnig bjóða uppá ókeypis blóðsykurmælingar á staðnum en þeir sem vilja nýta sér það ættu að hafa í huga að fara fyrst í blóðsykurmælingu áður en farið er í kræsingarnar hjá kvenfélaginu svo mælingin gefi sem réttasta mynd.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Kaffi, jólamarkaður og kertafleyting

Við í Laugardal undirbúum jólin og bjóðum öllum að heimsækja okkur á Laugarvatn þann 1. desember. Þá kveikjum við á jólaljósum og höldum jólamarkað.

Dagskrá:

GRUNNSKÓLINN LAUGARVATNI:
KL. 13.30 ÁVARP
SÖNGKÓR MIÐDALSKIRKJU ÁSAMT VIÐSTÖDDUM SYNGJA JÓLALÖG

KL.14.00 JÓLAMARKAÐUR KVENFÉLAGSINS
KAFFISALA – KAKÓ – VÖFFLUR MEÐ RJÓMA

BJARNALUNDUR
KL. 17.00 KVEIKT Á JÓLALJÓSUM Á JÓLATRÉ Í BJARNALUNDI
ALLIR SYNGJA JÓLALÖG

VIÐ VATNIÐ
KL.17.30 KERTAFLEYTING – AÐVENTUSTEMNING

Laugdælingar, sameinumst um að skreyta dalinn okkar fyrir 1.des.
Verum öll með og látum ljós okkar skína!

Allir velkomnir !

KVENFÉLAG LAUGDÆLA
LIONSKLÚBBUR LAUGDÆLA
SÖNGKÓR MIÐDALSKIRKJU

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Skötuveisla Lions

Skötuveisla Lkl. Laugardals
Þann 23. desember síðastliðinn hélt Lkl. Laugardals í annað sinn skötuveislu sína fyrir gesti og gangandi. Veislan var haldin í matsal Menntaskólans að Laugarvatni og fór ákaflega vel fram en um 70 manns komu til að njóta matarins í góðum félagsskap. Á boðstólnum var fyrstaflokks skata sem og saltfiskur fyrir þá sem það heldur vildu ásamt öllu nauðsynlegu meðlæti. Allir þeir félagsmenn sem vetlingi gátu valdið mættu til að leggja hönd á plóg en í klúbbnum ríkir ákaflega líflegur og skemmtilegur andi og því mjög auðsótt að fá félagsmenn til starfa. Sölvi Arnarsson síðameistari fékk titilinn yfirkokkur og stýrði hann undirmönnum sínum með harðri hendi en þó með bros á vör. Þeir sem ekki höfðu sérstakt verkefni í eldhúsi hentust um matsalinn í svörtum buxum og hvítri skyrtu með bindi og fylgdust með að þar færi allt fram samkvæmt ströngustu gæðakröfum klúbbsins og formaðurinn sjálfur, Hilmar Einarsson, sat stoltur við hlið nýja stóra klúbbfáns og seldi inn.
Miðað við ánægju matargesta má telja nokkuð víst að þessi skötuveisla sé nú orðin að árlegum viðburði í Laugardalnum.

Rúnar Gunnarsson, Lkl. Laugardals.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Skötuveisla

Skötuveirsla 23 des milli 12 og 14 í matsal ML,skata saltiskur kartöflur rófur rúgbrauð hamsar hnoðmör og góða skapið verð 2500 fyrir fullorna 500 fyrir 12 ára og yngri kaffi og konfegt á eftir.

 

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr