Fyrsti fundur starfsársins

 Þá fer í hönd annað og kolklikkað starfsár hjá Lionsklúbb Laugardals.

Fyrsti fundur verður haldin á veitingahúsinu í Efstadal þann 19. september klukkan 20.00.

Í Efstadal ætlar Sölvi að kokka í okkur einhvert góðgæti og er hugmyndin að þeir sem hafa áhuga fari ríðandi frá gamla kóngsveginn frá Hólum að Efstadal til að byggja upp matarlyst. Brottfarartími frá Hólum yrði 17:30.

Hestar og reiðtygi verður hægt að fá að láni fyrir þá sem ekki búa svo vel að eiga slíkt sjálfir. Hestarnir munu að mestu koma úr hestaleigunni í Efstadal svo pantanir á hross þurfa að berast daginn áður (18. Sept) svo hægt verði að ferja nægjanlega mörg hrossin yfir í tíma.

Þeim sem var kennt að leikja sér ekki að/á matnum geta að sjálfsögðu sleppt reiðinni og mætt beint í Efstadalinn á áður tilgreindum fundartíma.

Niðurtalning í fund er hafin! Gvööð hvað þetta verður gaman!

days
hours
min
sec

Samantekt:
Nýtt, klikkað starfsár, fundur 19. sept. kl. 20:00, brottför reiðmanna frá Hólum: 17:30, mæting bílamanna: 19:55, Panta hross í síðastalagi 18. sept.

Facebook0Twitter0Google+0Emailtumblr