Stjórn og nefndir

Lionsklúbbur Laugardals starfsárið 2016 – 2017 – Nefndir og stjórnir klúbbsins

Hlutverk stjórnar hverrar nefndar er að hafa yfirumsjón merð verkefnum nefndarinnar. Eftir þörfum felur hún einstökum nefndarmönnum ákveðin afmörkuð verkefni eða skipar hópa til þess að framkvæma einstök verkefni. Hægt er að skipa formmann í slíkum hópi og er það stjórn nefndarinnar sem það gerir. Mikil áhersla er lögð á það af hálfu stjórnar klúbbsins að öllum nefndarmönnum hverrar nefndar séu falin verkefni við hæfi og samkvæmt áhugasviði og að allir nefndarmenn séu boðaðir á fundi. Ritari nefndarinnar ritar fundargerð eftir hvern fund hennar og sendir formanni og ritara klúbbsins afrit.

Stjórn
Formaður hefur með höndu æðsta framkvæmdarvald í klúbbnum. Hann stýrir klúbbfundum, nema annað sé ákveðið. Hann sér um að framkvæmd kosninga sé lögleg. Ritari færir allar skýrslur og skrár klúbbsins og sér um samskipti við umdæmis- og aðalstjórn. Gjaldkeri tekur við öllum peningum sem inn koma og leggur í banka. Hann sér um allar greiðslur úr sjóðum klúbbsins.

Formaður:……………………… Snæbjörn Þorkelsson
Ritari:……………………………..Níels Bjarki Finsen
Gjaldkeri:………………………..Hörður Bergsteinsson
Fráfarandi formaður:………..Smári Stefánsson
Varaformaður:…………………Sigurður Rafn Hilmarsson

Siðameistari
Siðameistari skal halda uppi góðum félagsanda á klúbbfundum. Heimilt er honum að sekta klúbbfélaga réttlátlega og greiðist sektin í Hítina.

Formaður: …………………….. Sigurður Rafn Hilmarsson
Varaformaður:……………….. Smári Stefánsson

Fjáröflunarnefnd 
Aðalverkefni nefndarinnar er að sjá um sölu flotkerta á jólamarkaði Laugdæla og önnur þau fjáröflunarverkefni      sem eru á vegum klúbbs eða fjölumdæmis. Allur ágóði af fjáröflunum rennur í líknarsjóð.

Formaður: …………………….. Pálmi Pálsson
Varaformaður: ………………. Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Ritari: ……………………………. Daníel Pálsson

  1. Davíð Örn Theodórsson
  2. Pálmi Hilmarsson
  3. Sölvi Arnarson

 

Verkefnanefnd
Nefndin annast öll ólaunuð líknarverkefni á vegum klúbbsins. Nefndin gerir tillögur um verkefni er greiðast úr líknarsjóði og annast framkvæmd þeirra. Þátt klúbbsins í 17. júní hátíðarhöldum, Medic  Alert verkefni, uppgræðsla og unglingaskipti eru einnig á ábyrgð verkefnanefndar og skal hún eftir  atvikum skipa einn nefndarmann fulltrúa gagnvart umdæmi vegna einstakra verkefna.

Formaður:……………………… Jóhannes Sveinbjörnsson
Varaformaður:……………….. Jóhann Gunnar Friðgeirsson
Ritari:……………………………..Einar Hilmarsson

  1. Jón Snæbjörnsson
  2. Róbert Aron Pálmason
  3. Torfi Pálsson
  4. Valdimar Gíslason

 

 

Klúbbnefnd
Megin verkefni klúbbnefndar er ánægja og velferð félaganna og klúbbsins. Hún annast meðal annars  þær skemmtanir sem stjórn klúbbsins ákveður og gerir tillögur um það sem gera má til að skemmta félögum og fjölskyldum þeirra. Nefndin sér um ferða- og útivistarmál, golfkeppnir, námskeið og annað sem áhugavert er fyrir félagana. Klúbbnefnd sér um samskipti við aðra klúbba.
Klúbbnefnd tekur á móti tillögum um nýja félaga. Einnig skal nefndin annast fræðslu nýrra félaga og eftir atvikum eldri félaga.

Formaður:……………………… Víðir Pálsson
Ritari:…. …………………………Andri Páll Hilmarsson

  1. Róbert Aron Pálmason
  2. Rúnar Gunnarsson
  3. Sigurður Halldórsson
  4. Snæbjörn Sigurðsson
  5. Tómas Tryggvason

Upplýsinga- og kynningarnefnd
Sér um samskipti við fjölmiðla og vef Lions og kemur upplýsingum um störf klúbbsins á framfæri þegar þurfa þykir. Hún er jafnframt ábyrg fyrir myndatökum í klúbbstarfi

Formaður:……………………… Rúnar Gunnarsson
Ritari:…. ………………………… Guðmundur Rafnar Valtýsson

Stallari
Stallara ber að hafa umsjón með öllum áhöldum klúbbsins sem notuð eru á fundum. Má þar nefna fánaborg, bjöllu og hamar. Lionsfána á borð og allt annað sem klúbburinn hefur við hendina á fundum. Einnig sér hann um að gestir riti nafn sitt í gestabók klúbbsins.

Formaður:……………………… Hilmar Einarsson
Varaformaður:……………….. Sævar Ástráðsson

Varastjórn
Varaformaður, vararitari og varagjaldkeri taka við störfum, valid og ábyrgð aðalmanna ef þeir forfallast. Varaformaður er umsjónarmaður nefnda og sér um formannafundi.

Varaformaður:……………….. Sigurður Rafn Hilmarsson
Varagjaldkeri:…………………. Jón Snæbjörnsson
Vararitari:………………………. Róbert Aron Pálmason

Endurskoðendur
Endurskoða reikninga klúbbsins.

Formaður:……………………… Guðmundur Óskar
Varaformaður:……………….. Einar Ágústsson

Facebook0Twitter0Google+0Emailtumblr