Kertafleyting og jólajóla

BjarnalundurÞað viðraði mjög vel á mannskapinn í Bjarnalundi í gærkvöldi þegar Jólaljósin voru tendruð af lions mönnum í viðurvist fjölda fólks. Eftir að Sölvi Arnarsson, formaður Lkl. Laugardals hafði boðið fólk velkomið hélt skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Halldór Páll Halldórsson stutta ræðu og kór miðdalskirkju tók lagið.

Að þessu loknu var arkað niður að vatni og kertum fleytt í gríð og erg. Oft er það svo að veðurguðinn reynist kertafleytinum erfiður og kertin þá ekki náð frá bakka og jafnvel sokkið í öldugangi en þetta árið var kallinn í háloftunum kláralega í góða skapinu því við vatnið var lognið nánast algjört, mjög mildur vindur blés kertunum vel út á vatnið austanvert og var því sjónarspilið mikið þegar á leið.

Fontana boð svo gestum og gangandi í kaffi/kakó og smákökur og var því mjög vel tekið af börnum sem og fullorðnum.

Kertafleyting Lions gekk sem sagt vonum framar og telur sá sem þetta skrifar skrifar að þar hafi góður tónn verið settur fyrir jólahátíðina í ár.

Facebook0Twitter0Google+0Emailtumblr