Skötuveisla 2013

Skötuveislan gekk feiknar vel þetta árið sem fyrri ár og tóku 80 manns á öllum aldri hraustlega til matar síns. Yfirkokksi dagsins var Sigurður Rafn en honum innan handar stóð formaðurinn sjálfur, Sölvi Arnarsson. Aðrir félagsmenn skiptu svo með sér að þjóna í sal og sápa leirtaugið en það er eftir traustum heimildum haft að aldrei hafi leirtau verið jafn fast og jafn vel skrúbbað og þegar Jói Gunni og Pálmi Páls spókuðu sig við vaskinn.

Pálmi Páls og Jói Gunni við störfLaugarvatn á við þann kvimleiða vanda að stríða að hafa ekkert félagsheimili á staðnum. Sökum þess þurfa félagasamtök á svæðinu ávalt að leita á náðir fyrirtækja og/eða stofnana á ef halda á uppákomur innanhús. Sem betur fer höfum við hér flottan hóp vel samfélagsþenkjandi einstaklingar, fyrirtækja og stofnana og þarf því sjaldan að hringja nema eitt símtal áður en húsnæði er fundið og vill Lionsklúbburinn þakka Menntaskólanum að Laugarvatni fyrir að hafa enn og aftur þjónustað samfélagið af miklum sóma með afnotum af húsnæði skólans.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af mörgum myndum sem teknar voru í veislunni.

Facebook0Twitter0Google+0Emailtumblr