Göngustígur og útsýnisskífa

Grjótharðir jaxlar á Laugarvatnsfjalli

Í gærkvöldi hélt klúbburinn sinn síðasta fund þetta starfsárið. Fyrir fundinn var félagsmönnum skipt í tvo hópa og þeim lagt fyrir verkefni. Annar hópurinn (gamlingjarnir sagði einhver) fóru að útsýnisskífunni við Tjaldmiðstöðina og snyrti þar í kring meðan hinn hópurinn hentist upp Laugardals fjall með sleggjur, járnkalla og staura til að merkja gönguleið upp fjallið.

Fundur var svo formlega settur á smíðaverkstæðinu hjá Tomma þegar allir höfðu skilað sér eftir vinnuna. Fráfarandi ritari þuldi fundargerð fyrri fundar en sá var hátturinn í þetta skiptið að fundargerð var þulinn upp úr mynni enda Pálmi óvenju minnugur maður. Ekki er vert að fara nánar í skipulag fundsins enda áhveðið stjórnleysi venja á þessum síðasta fundi vetrar en að venju afhenti fráfarandi stjórn kyndilinn til nýrrar stjórnar og er ekki annað að sjá en að spennandi tímar bíði okkar næsta vetur undir leiðsögn hennar.

Að formlegum fundi loknum tók svo við gleðskapur mikill og fjöldasöngur sem hvoru tveggja stóð fram eftir nóttu.

Myndir af fundinum verða settar inn síðar og þá eingöngu eftir ítarlega ritskoðun undirritaðs.

Rúnar G.

Facebook0Twitter0Google+0Emailtumblr