Dj**ull er nú drengir gott …..

Kæru Lionsfélagar !!!!!

Gleðilegt nýtt Lions-ár !  Nú styttist í fyrsta fund hjá okkur en hann verður haldinn í miðvikudaginn 26. september í fundaraðstöðunni okkar.  Skorum á alla félagsmenn að mæta og mæta vel í allan vetur.
Skróprefsingar verða teknar upp í vetur sem geta falist í fjársektum fyrir hvert skróp eða rassskellingum á vorfundi verði skrópin of mörg *blikk, blikk* ;) .

Ný stjórn
Nýir tímar

Kveðjur
Jóhannes-Tofi-Pálmi-Melvin J

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Afmælisferð Lkl. Laugardals

Lkl. Laugdals hélt uppá 40 ára afmæli sitt með dagsferð um nærsveitir, laugardaginn 12. maí. Klúbbfélagar ásamt mökum hófu ferð klukkan 14.00 og héldu fyrst að Reykhól á Skeiðum og heimsóttu húsráðendur þar. Síðan var haldið að Ásgerði í Hrunamannahreppi og minkabú Sigurðar Jónssonar og fjölskyldu skoðað. Mikið tíst heyrðist frá búrunum þar sem flestar læður voru nýgotnar. Fylgst er með frjósemi hverrar læðu og allt skráð í tölvu. Næst var haldið í Hrunarétt en hún er í endurbyggingu og notast er við stuðlaberg í almenning og hliðstólpum dilka. Verður þetta sérstakt mannvirki þegar verkinu lýkur. Þá var komið að Flúðasvepp og starfsemin skoðuð undir leiðsögn Eiríks Ágústssonar framleiðslustjóra. Kom það ferðalöngum á óvart hversu neysla sveppa er mikil hér á landi. Ferðin endaði svo með fundi og hátíðarkvöldverði á Hótel Geysi. Þar voru þeir Pálmi Hilmarsson og Sævar Ástráðsson gerðir að Melvin Jones félögum vegna margvíslegra starfa í þágu klúbbsins.

F.v. Hilmar Einarsson formaður, Pálmi Hilmarsson, Sævar Ástráðsson og Rúnar Gunnarsson ritari.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fundur

Ritari minnir á fund þann 11. apríl kl. 20:35 í fundaraðstöðu.

Sigurbjörn Árni og Örn sjá um kaffið og kvæði kvöldsins verður í höndum Torfa Pálssonar.

Kv. ritari

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fundur 14. mars…

… á hefðbundnum tíma og stað.

Kaffi verður í höndum Tomma og Víðis og kvæði kvöldsins í höndum Harðar.

Jóel mætir með uppistand en hann og Bjössi segja okkur einnig í máli og myndum frá ferð sinni til Thailands.

Kv. Rúnar G

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Gróðurfundur 2011

Gróðurfundur Lkl. laugardals 2011.
Skipt var í tvo hópa, annar fór í að laga til göngustíga í fjallinu en hinn sáði í börð og mela neðarlega í hlíðum Laugardalsfjalls ofan við gamla Lyngdalsheiðaveginn. Eftir erfiðið tók á móti mönnum matur og drykkur á smíðaverkstæði Tomma og stóð sú skemmtun fram eftir nóttu. Þeir síðustu sem yfirgáfu verkstæðið fóru undir morgun og þá ýmist gangandi eða ríðandi.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fundur 08.02.2012

Ég minni félagsmenn á fund næstkomandi miðvikudag kl. 20:35 í fundaraðstöðu klúbbsins á Dalbraut 12 (kjallara).

Kaffi: Smári Stefánsson og Jóhann Gunnar
Kvæði kvöldsins: Jóhannes Sveinbjörnsson

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fundur

Fyrsti fundur ársins verður haldinn næstkomandi miðvikudag kl. 20:35 í fundaraðstöðu klúbbsins á Dalbraut 12 (kjallara).

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr