Vel heppnuð skötuveisla

Skötuveisla klúbbsins var haldin þriðja árið í röð á Þorláksmessu og heppnaðist með eindæmum vel en um 70 manns á öllum aldri komu til að njóta matar í góðum félagsskap.
Yfirkokkur dagsins var Sigurður Rafn Hilmarsson en aðrir félagsmenn skokkuðu brosandi um salinn til að þjónustuðu gesti.

Lkl. Laugardals þakkar Menntaskólanum fyrir húsnæðið, öllum þeim sem á einn hátt eða annan lögðu hönd a plóg og félagsmönnum fyrir vel unninn störf.

Hér má sjá nokkrar valdar myndir úr veislunni.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Flotkerti og blóðsykurmæling

Lkl. Laugardals mun hafa flotkerti til sölu á góðu verð á jólamarkaðnum á morgun svo það ættu allir að geta tekið þátt í kertafleytingunni um kvöldið.
Klúbburinn mun einnig bjóða uppá ókeypis blóðsykurmælingar á staðnum en þeir sem vilja nýta sér það ættu að hafa í huga að fara fyrst í blóðsykurmælingu áður en farið er í kræsingarnar hjá kvenfélaginu svo mælingin gefi sem réttasta mynd.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Kaffi, jólamarkaður og kertafleyting

Við í Laugardal undirbúum jólin og bjóðum öllum að heimsækja okkur á Laugarvatn þann 1. desember. Þá kveikjum við á jólaljósum og höldum jólamarkað.

Dagskrá:

GRUNNSKÓLINN LAUGARVATNI:
KL. 13.30 ÁVARP
SÖNGKÓR MIÐDALSKIRKJU ÁSAMT VIÐSTÖDDUM SYNGJA JÓLALÖG

KL.14.00 JÓLAMARKAÐUR KVENFÉLAGSINS
KAFFISALA – KAKÓ – VÖFFLUR MEÐ RJÓMA

BJARNALUNDUR
KL. 17.00 KVEIKT Á JÓLALJÓSUM Á JÓLATRÉ Í BJARNALUNDI
ALLIR SYNGJA JÓLALÖG

VIÐ VATNIÐ
KL.17.30 KERTAFLEYTING – AÐVENTUSTEMNING

Laugdælingar, sameinumst um að skreyta dalinn okkar fyrir 1.des.
Verum öll með og látum ljós okkar skína!

Allir velkomnir !

KVENFÉLAG LAUGDÆLA
LIONSKLÚBBUR LAUGDÆLA
SÖNGKÓR MIÐDALSKIRKJU

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Dj**ull er nú drengir gott …..

Kæru Lionsfélagar !!!!!

Gleðilegt nýtt Lions-ár !  Nú styttist í fyrsta fund hjá okkur en hann verður haldinn í miðvikudaginn 26. september í fundaraðstöðunni okkar.  Skorum á alla félagsmenn að mæta og mæta vel í allan vetur.
Skróprefsingar verða teknar upp í vetur sem geta falist í fjársektum fyrir hvert skróp eða rassskellingum á vorfundi verði skrópin of mörg *blikk, blikk* ;) .

Ný stjórn
Nýir tímar

Kveðjur
Jóhannes-Tofi-Pálmi-Melvin J

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Afmælisferð Lkl. Laugardals

Lkl. Laugdals hélt uppá 40 ára afmæli sitt með dagsferð um nærsveitir, laugardaginn 12. maí. Klúbbfélagar ásamt mökum hófu ferð klukkan 14.00 og héldu fyrst að Reykhól á Skeiðum og heimsóttu húsráðendur þar. Síðan var haldið að Ásgerði í Hrunamannahreppi og minkabú Sigurðar Jónssonar og fjölskyldu skoðað. Mikið tíst heyrðist frá búrunum þar sem flestar læður voru nýgotnar. Fylgst er með frjósemi hverrar læðu og allt skráð í tölvu. Næst var haldið í Hrunarétt en hún er í endurbyggingu og notast er við stuðlaberg í almenning og hliðstólpum dilka. Verður þetta sérstakt mannvirki þegar verkinu lýkur. Þá var komið að Flúðasvepp og starfsemin skoðuð undir leiðsögn Eiríks Ágústssonar framleiðslustjóra. Kom það ferðalöngum á óvart hversu neysla sveppa er mikil hér á landi. Ferðin endaði svo með fundi og hátíðarkvöldverði á Hótel Geysi. Þar voru þeir Pálmi Hilmarsson og Sævar Ástráðsson gerðir að Melvin Jones félögum vegna margvíslegra starfa í þágu klúbbsins.

F.v. Hilmar Einarsson formaður, Pálmi Hilmarsson, Sævar Ástráðsson og Rúnar Gunnarsson ritari.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr