Skyndihjálparnámskeið

Skyndihjalparnamskeið-Lkl

Mánudaginn 27. apríl mun Lionsklúbbur Laugardals standa fyrir stuttu námskeiði í skyndihjálp sem haldið verður í ÍKÍ (Íþrótta- og heilsufræði HÍ). Leiðbeinandi verður Hafþór B. Guðmundsson lektor við Íþróttafræðibrautina.

Að kunna réttu handtökin þegar neyð ber að getur skipt sköpum og oftar en ekki er það einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri aðstoð að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda. Á þessu 2. tíma námskeiði verður farið yfir grunnatriði, svo sem  bráðasjúkdóma,slys,veikindi, endurlífgun, blásið verður í dúkkur og þær hnoðaðar, hjartastuðtæki prófað o.fl.

Námskeiðið verður haldið í skólastofu ÍKÍ og hefst kl. 20:00.

Lágmarksþátttaka er 10 manns, en ef fjöldi þátttakenda verður fleiri en 20 þá verður annað námskeið haldið, sem verður auglýst síðar.

Verð er kr. 500,-

Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi laugardaginn 25.apríl til Víðis á netfangið vidirp@gmail.com eða í síma 8683036.

Facebook0Twitter0Google+0Emailtumblr