Hinn árlegi Ljósadagur var haldinn á Laugarvatni 26. nóvember síðastliðinn með hefðbundnu fyrirkomulagi.
Endranær tók Lions þátt með ókeypis blóðsykurmælingu fyrir gesti og gangandi. Mælingunni hefur verið mjög vel tekið og margir sem nýta tækifærið og láta mæla sig. Blóðsykurinn reyndist almennt í góðu lagi en ein kona mældist frekar ofarlega og var henni ráðlagt að láta athuga það betur.
Lions tendraði svo jólaljósin í Bjarnalundi eins og fyrri ár. Við það tilefni hélt Snæbjörn Þorkelsson stutta ræðu og þótti takast vel til. Eftir Bjarnalund er haldið niður að vatni þar sem flotkertunum sem klúbburinn selur á jólamarkaðnum er komið á flot undir ljúfri tónlist.