Klúbburinn heldur árlega skötuveislu fyrir hvern þann sem þiggja vill þann 23. des. Árið 2014 var engin undantekning og má hér neðar sjá timelaps af veislunni. Batteríið í myndavélinni kláraðist því miður áður en veislan var búin en uppgefin matartími var frá 11:30 – 14:00.
Veisluna sóttu rúmlega 80 manns af öllum aldri en í boði var skata af ýmsum styrkleika sem og saltfiskur fyrir þá sem ekki leggja í skötuna. Reikna má með að saltfiskunnendur hafi þó engu síður þurft að hátta sig utandyra þegar heim kom líkt og skötudýrkendur því lyktin gerir víst engan greinarmun þó bragðlaukar neytandans geri það
Pálmi Hilmarsson sá svo um að yngsta kynslóðin hefði næga afþreygingu með borðtennis, bíó sýningu og annarri skemmtun meðan foreldrar nutu sjávarfangsins.
Menntaskólinn að Laugarvatni mun þurfa ræsta vel út eftir veisluna og ekki þykir ólíklegt að lyktnæmir nemendur muni finna leifar skötuangans þegar þeir snúa aftur til náms í byrjun janúar 2015.
Skólinn fær sérstakar þakkir fyrir að hafa aftur gefið okkur aðgang að sínu frábæra eldhúsi og matsal.
Hér má sjá stutt timelaps af skötuveislunni.