12. maí. 2007

Útkall rauður

Sveitin var kölluðu út eftir að bát hafði hvolft á Apavatni með fjórum mönnum innanborðs. Sveitin var kominn á slysstað frá Laugarvatni á innan við 10 mínútum frá útkalli með bát sinn og gallaða menn til björgunar. Þá hafði tekist að ná mönnunum í land við orlofssvæði Rafiðnaðarsambandsins í Apanesi. Björgunarsveitin kom bátnum, sem hvolfdi, í land en hann marraði í hálfu kafi töluvert frá landi. Mennirnir voru nokkra stund í vatninu og voru þeir mjög kaldir þegar að þeir komust að landi, en ekki er talið að þeim hafi orðið meint af volkinu en voru þó einhverjir þeirra fluttir til nánari skoðunar.Vatnið var mjög kalt og því geta nokkrar mínútur í svona útkalli skipt miklu máli.

Menn í útkalli Bjarni, Hermann, Pálmi, Sölvi, Arnar, Smári og Benjamín

25. nóvember 2002

25. nóvember 2002

Rúta fór útaf veginum í svokölluðu stóragili á hálsinum ofan við Laugarvatn. Hún hafði ekki komist upp bratta brekku upp úr gilinu vegna hálku og stöðvaðist ofarlega í henni. Svo vel vildi til að öllum farþegum hafði verið hleypt út úr bílnum en þegar bílstjórinn reyndi að mjaka henni niður brekkuna missti hann vald á henni með þeim afleiðingum að hún fór niður í gilbotn, án þess að velta þó. Vegfarandi sem kom að skömmu síðar lét vita af þessu og skömmu síðar voru komnir nokkrir bílar á staðinn frá Laugarvatni sem voru skipaðir mönnum úr björgunarsveitinni og fleirum. Fólkið var flutt í Menntaskólann þar sem hlúð var að því en engum varð meint af. Leiðsögumaðurinn var mjög hrifinn af hversu fljótt og vel heimamenn brugðust við og margítrekaði þakklæti sitt. Önnur rúta náði í fólkið og þegar hún var farin kom í ljós að einn farþegi hafði gleymst á klósettinu. Við náðum að stoppa rútuna og hendast með farþegann á eftir þeim þannig að allt fór á besta veg