17. janúar. 2008

Útkall gulur

Hestur sokkinn í dý.

Meðfylgjandi frétt er fengin af vef Landsbjargar.

17. janúar 2008

Um 14:30 Fékk Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni útkallsbeiðni um að hestur hefði fallið í mýrarvilpu svo aðeins hausinn stóð uppúr. Ekki var vitað nákvæmlega hvenær það gerðist en tryppið var aðframkomið og ljóst að mínútur skiptu máli.
Náðu björgunarsveitarmenn að spila hestinn upp og koma á fætur eftir nokkrar tilraunir. Hann var síðan

teymdur að bænum Útey þar sem hlúð verður að honum.
Mikið hefur snjóað á þessum slóðum og skurðir og aðrar hættur huldar púðursnjó. Í þessu tilfelli var það glöggsemi bóndans á bænum Austurey sem varð hestinum til lífs því hann hafði þvælst á milli bæja og tilheyrði ekki stóði bóndans.

12.12.2007

Fundur
Margt og mikið var rætt á fundi sveitarinnar í gærkvöldi. Ákveðið var að setja á fullt að kanna með flugeldasölu og sýningu ásamt áramótaballi.
Tækjamál voru einnig rædd, góð umræða og margar hugmyndir komu fram. Það er ljóst að dálítið púður þarf að setja í sveitina núna næstu daga og vikur og hvetjum við því alla til að taka þátt í því. Ferð eftir áramót var einnig rædd og verður það skoðað fljótlega.

Eyþór
P.S Ef þið eigið myndir þá megið þið endilega senda mér þær á tölvupósti eða koma þeim til mín á diski. Sendið myndirnar á mig

5.12.2007

Myndir úr starfi sveitarinnar
Þeir sem eiga myndir úr starfi sveitarinnar mega endilega senda mér þær svo ég geti sett þær inn. Best væri samt að fá myndirnar á diski og ég hendi þeim inn. Látiði endilega heyra í ykkkur.

kv. Eyþór