11.3.2010

Laugardalsvellir á floti

Tvö útköll voru í dag hjá björgunarsveitinni Ingunni við að draga upp fasta bíla á Gjábakkavegi. Ekki er þar mikill snjór en samt nægur til að hindra ferðir fólksbíla og jepplinga.
Þrátt fyrir að vegurinn sé lokaður með slá og merktur lokaður á íslensku og ensku, lætur fólk sér ekki segjast og freistar þess að elta för mikið breyttra fjallajeppa sem ekkert stoppar.

Hinsvegar hefði beðið ferðalanganna annar faratálmi sem ekki var fær nema fyrir fuglinn fljúgandi. Laugarvatnsvellirnir eru nefninlega umflotnir vatni þessa dagana eins og myndirnar bera með sér og ómögulegt að reikna út hvar vegurinn liggur ef þú vilt taka sénsinn. Ekki eru mörg ár síðan að bjsv. Ingunn bjargaði tveimur mönnum af þaki bíls á þessum slóðum sem hafði tekið sénsinn en lent utanvega og á bólakaf.
Rétt er að vara ferðalanga við að fara Gjábakkaveg þessa dagana.
kv. Bjarni Dan
form. Bjsv. Ingunnar
894-1169

Rúnar G