12. maí. 2007

Útkall rauður

Sveitin var kölluðu út eftir að bát hafði hvolft á Apavatni með fjórum mönnum innanborðs. Sveitin var kominn á slysstað frá Laugarvatni á innan við 10 mínútum frá útkalli með bát sinn og gallaða menn til björgunar. Þá hafði tekist að ná mönnunum í land við orlofssvæði Rafiðnaðarsambandsins í Apanesi. Björgunarsveitin kom bátnum, sem hvolfdi, í land en hann marraði í hálfu kafi töluvert frá landi. Mennirnir voru nokkra stund í vatninu og voru þeir mjög kaldir þegar að þeir komust að landi, en ekki er talið að þeim hafi orðið meint af volkinu en voru þó einhverjir þeirra fluttir til nánari skoðunar.Vatnið var mjög kalt og því geta nokkrar mínútur í svona útkalli skipt miklu máli.

Menn í útkalli Bjarni, Hermann, Pálmi, Sölvi, Arnar, Smári og Benjamín