Fundur

Ritari minnir á fund þann 11. apríl kl. 20:35 í fundaraðstöðu.

Sigurbjörn Árni og Örn sjá um kaffið og kvæði kvöldsins verður í höndum Torfa Pálssonar.

Kv. ritari

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fundur 14. mars…

… á hefðbundnum tíma og stað.

Kaffi verður í höndum Tomma og Víðis og kvæði kvöldsins í höndum Harðar.

Jóel mætir með uppistand en hann og Bjössi segja okkur einnig í máli og myndum frá ferð sinni til Thailands.

Kv. Rúnar G

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Gróðurfundur 2011

Gróðurfundur Lkl. laugardals 2011.
Skipt var í tvo hópa, annar fór í að laga til göngustíga í fjallinu en hinn sáði í börð og mela neðarlega í hlíðum Laugardalsfjalls ofan við gamla Lyngdalsheiðaveginn. Eftir erfiðið tók á móti mönnum matur og drykkur á smíðaverkstæði Tomma og stóð sú skemmtun fram eftir nóttu. Þeir síðustu sem yfirgáfu verkstæðið fóru undir morgun og þá ýmist gangandi eða ríðandi.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Nokkrar myndir

Ég smellti inn nokkrum myndum frá skötuveislunni 2010.

Í framhaldi vil ég endilega biðja þá klúbbfélaga sem eiga myndir úr starfi klúbbsins að koma þeim til mín og skiptir þá engu hvort þær séu frá þessu árþúsundi eða öðru.

Takk fyrir og lifið heil.

Fyrsta skötuveisla Lkl. Laugardals 2010.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fundur 08.02.2012

Ég minni félagsmenn á fund næstkomandi miðvikudag kl. 20:35 í fundaraðstöðu klúbbsins á Dalbraut 12 (kjallara).

Kaffi: Smári Stefánsson og Jóhann Gunnar
Kvæði kvöldsins: Jóhannes Sveinbjörnsson

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fundur

Fyrsti fundur ársins verður haldinn næstkomandi miðvikudag kl. 20:35 í fundaraðstöðu klúbbsins á Dalbraut 12 (kjallara).

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Skötuveisla Lions

Skötuveisla Lkl. Laugardals
Þann 23. desember síðastliðinn hélt Lkl. Laugardals í annað sinn skötuveislu sína fyrir gesti og gangandi. Veislan var haldin í matsal Menntaskólans að Laugarvatni og fór ákaflega vel fram en um 70 manns komu til að njóta matarins í góðum félagsskap. Á boðstólnum var fyrstaflokks skata sem og saltfiskur fyrir þá sem það heldur vildu ásamt öllu nauðsynlegu meðlæti. Allir þeir félagsmenn sem vetlingi gátu valdið mættu til að leggja hönd á plóg en í klúbbnum ríkir ákaflega líflegur og skemmtilegur andi og því mjög auðsótt að fá félagsmenn til starfa. Sölvi Arnarsson síðameistari fékk titilinn yfirkokkur og stýrði hann undirmönnum sínum með harðri hendi en þó með bros á vör. Þeir sem ekki höfðu sérstakt verkefni í eldhúsi hentust um matsalinn í svörtum buxum og hvítri skyrtu með bindi og fylgdust með að þar færi allt fram samkvæmt ströngustu gæðakröfum klúbbsins og formaðurinn sjálfur, Hilmar Einarsson, sat stoltur við hlið nýja stóra klúbbfáns og seldi inn.
Miðað við ánægju matargesta má telja nokkuð víst að þessi skötuveisla sé nú orðin að árlegum viðburði í Laugardalnum.

Rúnar Gunnarsson, Lkl. Laugardals.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr