16.1.2010

Utkall F-2 Gulur.
Bill a kafi i a vid Svartagil vid Bolabas. Menn komnir a toppinn a bilnum.

Rúmlega kl eitt kom tilkynning um að jeppi sæti fastur í á við svartagil í Þingvallasveit

Göngufélagar höfðu ætlað að labba á Búrfell í Þingvallasveit en þurftu frá að hverfa vegna færðar og veðurs en mikið slagveður var og asahláka.


Á leiðinni til baka var vaðið yfir ánna í Svartagili orðið varasamt vegna vatnavaxta og klaka. Festist jeppinn í miðri á og barst með ánni nokkra metra.

Fólkið náði að bjarga sér á uppá toppinn á jeppanum og hringja á hjálp. Um klukkustund síðar var þeim bjargað af Björgunarsveitinni Ingunni og Tintron.

Gekk björgunin giftursamlega og amaði ekkert að fólkinu sem var vel búið.

kv. Bjarni Dan

s.894-1169

Frétt um björgunina á www.mbl.is

8. mars. 2008

Útkall gulur – Maður í sjálfheldu í Stóra-gili.

Meðfylgjandi frétt er fengin af vef Landsbjargar.

Frækileg björgun
10. mars 2008
Um þrjú leitið á laugardag barst Bj.sv. Ingunni boð um að maður væri í sjálfheldu á klettasyllu í Stórahelli í Stóragili við Laugarvatn. Um 13 metra þverhnípi er frá syllunni á hellagólfið og er það klakabundið þessa dagana. Til þessa hefur verið þarna keðja sem hægt var að klifra upp með en þegar maðurinn, sem var í hópi með fjórum öðrum, var nánast kominn uppá brún syllunnar, gaf festingin fyrir

keðjuna sig og hann náð með snarræði að bjarga sér á s ylluna. Kallað var á björgunarsveitina Ingunni sem kom með sérhæfðan klifurbúnað á staðinn og náði að bjarga manninum niður, heilum á húfi. Fólkið var vel útbúið og vant fjallaklifri.

17. janúar. 2008

Útkall gulur

Hestur sokkinn í dý.

Meðfylgjandi frétt er fengin af vef Landsbjargar.

17. janúar 2008

Um 14:30 Fékk Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni útkallsbeiðni um að hestur hefði fallið í mýrarvilpu svo aðeins hausinn stóð uppúr. Ekki var vitað nákvæmlega hvenær það gerðist en tryppið var aðframkomið og ljóst að mínútur skiptu máli.
Náðu björgunarsveitarmenn að spila hestinn upp og koma á fætur eftir nokkrar tilraunir. Hann var síðan

teymdur að bænum Útey þar sem hlúð verður að honum.
Mikið hefur snjóað á þessum slóðum og skurðir og aðrar hættur huldar púðursnjó. Í þessu tilfelli var það glöggsemi bóndans á bænum Austurey sem varð hestinum til lífs því hann hafði þvælst á milli bæja og tilheyrði ekki stóði bóndans.