Ný slóð að heimasíðunni

Þá hefur heimasíðan verið færð á þessa nýju slóð. Ástæða flutningsins er eingöngu praktískur en það skýrist betur síðar. 😉
Af þessum flutningi mun án efa hljótast heilmikil vændræði og ruglingur eins og venja er þegar skipt er um lén en við tæklum það bara í sameiningu með bros á vör eins og önnur verkefni sem sveitin og meðlimir hennar takast á við 😉

Með von um að sem flestir linkar virki eftir flutninginn,
Rúnar G

Bestu þakkir

Salan á Neyðarkallinum gekk mjög vel og mun upphæðin sem safnaðist klárlega koma vel að notum í störfum sveitarinnar en félagar Ingunnar gengu í hús á Laugarvatni og sóttu heim sveitabæi dalsins ásamt því að selja á úthlutuðum stöðum í höfuðborginni.

Björgunarsveitin vill koma á framfæri þakklæti sínu til allra þeirra sem veittu sinn stuðning með vonum um áframhaldandi stuðning að ári liðnu :)

Neyðarkallinn

Þá er sala á NEYÐARKALLINUM hafin á ný. Þessi sala er veigamikill þáttur í fjáröflun Ingunnar á hverju ári og því skiptir okkur miklu máli að salan gangi vel.

Athugið að til að Björgunarsveitin Ingunn njóti góðs af þínum kaupum þá þarft þú að kaupa beint af Ingunni.

Við hjá Björgunarsveitini Ingunni hvetjum þig og þína að styðja vel við bakið á okkur og kaupa NEYÐARKALLINN af okkur svo við stöndum betur að vígi þegar bregðast þarf snöggt við til bjargar mannslífum.