Flugeldasalan 2011 hafin

Jæja, þá hefst flugeldasala okkar í dag. Eins og útkallslisti Ingunnar sýnir er nóg að gera hjá sveitinni og ekki síst þessa dagana eftir að tók að snjóa. Flugeldasalan er árleg og mjög mikilvæg fjáröflun fyrir sveitina svo það er áríðandi að heimamenn muni að versla sína skotelda í heimabyggð 😉 og þeir sem ekki búa í laugardalnum ættu auðvitað að beina viðskiptum sínum til Ingunnar engu að síður 😉
Björgunarsveitin Ingunn óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og minnir á að fara þarf varlega þegar flugeldar eru meðhöndlaðir, hlífðargleraugu og öruggur standur/snjóskafl í passlegri fjarlægð frá fjölskyldunni.