Umferðastjórnun

Björgunarsveitin Ingunn tók að sér umferðastjórnun við útskrift Menntaskólans að Laugarvatni. Orðið á götunni er að þarna hafi farið fram einhver besta umferðastjórnun sem um getur og er talið víst að allir þeir sem í útskrift komu hafi klakklaust komist í or úr úthlutuðum bílastæðum sínum.

Aska

Á vefsíðunni vedur.is má finna ógrynni af skemmtilegum fróðleik og myndum af eldgosinu í Grímsvötnum. Myndin hér að neðan er t.d. tekin af þeim vef og sýnir ástandið 22.05.2011 kl: 05:10. Ég mæli með að áhugasamir vafri um vedur.is vefinn því þar má finna allan fróðleik sem hugurinn girnist.

www.vedur.is

Mynd tekin af vedur.is

Flott mynd tekin af vedur.is

 

Hreinsunardagurinn mikli á enda

Þá er þessu hópverkefni lokið þetta árið. Hreinsunin tókst með eindæmum vel og var mæting góð. Pokum var deilt á mannskapinn við grunnskólann og þaðan tvístraðist mannskapurinn skipulega um þorpið.

Björgunarsveitin týndi með strönd Laugarvatns og var það svo sannarlega þarft verk og fylltust ófáir pokar af rusli af ýmsum toga. Pokarnir voru svo fluttir á björgunarbátnum að landi þar sem Þorsteinn Bjarnason tók galvaskur við þeim í traktorskófluna.

Um 7 leytið týndist fólk í pulsupartý í Íþróttamiðstöðinni þar sem Hörður Bergsteinsson stóð vaktina við grillið.

Hreinsunin gekk sem sagt í alla staði frábærlega og eiga þeir sem tóku þátt þakkir skilið. Þið hin mætið bara næst 😉