Aðventuhátíð á Laugarvatni

Aðventudagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta í aðventu ár hvert á Laugarvatni en Lkl. Laugardals hefur þar nokkru hlutverki að gegna. Á jólamarkaðnum mælir Lions blóðsykur fólks og selur friðarflotkerti fyrir kertafleytinguna síðar um daginn. Þegar rökkvar tendrum við á jólatrénu  í Bjarnalundi undir ljúfum söng viðstaddra og littlu síðar fer fram kertafleyting á vatninu sjálfu þar sem Lions hefur séð um að spila tónlist fyrir fjöldann meðan kertin fljóta frá landi.

Facebook0Twitter0Google+0Emailtumblr