Æfing

Í gær fóru 3 vaskir drengir í æfingaferð á bát útá Laugarvatn. Ástæða ferðarinnar var að prufa bátinn og gera hann tilbúinn fyrir hátíðarhöldin á 17. júní, þar sem Björgunarsveitin Ingunn mun eins og fyrri ár bjóða gestum í bátsferð á vatninu.

Á æfinguna fóru Sævar Þór, Arnar Gunn og Hreinn Heiðar

Björgunarskólinn…

…minnir á aðgerðarstjórnunarnámskeið sem haldið verður á Kirkjubæjarklaustri helgina 15-17 apríl. Skráning er í skráningarkerfi skólans eða með því að senda póst á dagbjartur(hjá)landsbjorg.is

Leitartækni – Námskeið

Björgunarsveitin Ársæll mun halda námskeið í leitartækni og er Ingunni boðið að taka þátt.

Bóklegi hlutinn verður kenndur miðvikudaginn 16. feb. og verklegi þátturinn helgina eftir í Hvalfirðinum (gist í húsum hvalstöðvarinnar).

Nánari upplýsingar hjá formanni.

fjallabjörgunarflokkur

26.2.2009 15:29:35
fjallabjörgunarflokkur
Fjallabjörgunarflokkurinn var stofnaður formlega á aðalfundi árið 2008.

Klifurveggurinn sem byggður var árið 2008 hefur haft mikil áhrif og jákvæð á starf flokksins.

Töluvert hefur verið um æfingar eftir áramótin.