Stóragilshellir

Upp að Stóragilshelli er stígur sem liggur upp eftir syðri bakka Stóragils frá hjólhýsasvæðinu norðan við þorpið. Áin hefur grafið undan stígnum á nokkrum stöðum en auðvelt er að finna sér leið fram hjá þessum minniháttar “vegatálmum”.

Laugarvatnsfjall

Lions-Logo

Ljónastígurinn

Fjallið má segja að sé gengt hvar sem er en Lionsklúbbur Laugardals hefur tekið að sér að merkja skemmtilega gönguleið upp á fjallið vestan við þorpið og að Snorrahaug (eða Snorrhaug). Vestan við þorpið er upphafspunktur á hinum svokallaði fjallahring og út úr honum er Lions stígurinn tekin. Leiðin er stikuð alla leið og telst fær öllum eða all flestum þó hún sé aðeins brött á kafla.

Fjallahringurinn

Fjallahringurinn byrjar við vesturenda Laugarvatns (ef við gefum okkur að hringur hafi einn upphafspunkt) og liggur eftir hlíðum Laugarvatnsfjalls að Vélstjórabústöðunum austan við þorpið. Heildar hringurinn er í kringum 6km en út úr honum má ganga á tveimur stöðum, við Tjaldmiðstöðina og við hjólhýsasvæðið.
Í upphafi liggur hann nokkuð upp í fjallið svo útsýnið yfir vatn og þorp fær að njóta sín.

Stígurinn er breiður og mjög góður yfirferðar en á stöku stað aðeins grófur svo hjólarar ættu að fara varlega.

Kálfstindur

Kálfstindur er í Biskupstungum, austan við Brúará.

Fjallið er bratt og torfært en mjög skemmtilegt viðureignar fyrir þá sem vilja meiri áskorun. Sjálfur tindurinn er mjög illkleyfur fyrir þá sem skortir reynslu og/eða búnað.
Til að komast að fjallinu þarf að lágmarki jeppling en fara þarf upp Miðdalsfjall, keyra austur með Rauðafelli norðanverðu og alveg austur fyrir Högnhöfðan til að ná að Kálfstindi.

Útivistarfyrirtækið Laugarvatn Adventure er góður kostur fyrir þá sem vilja fá leiðsögn á fjallið.