Kálfstindur

Kálfstindur er í Biskupstungum, austan við Brúará.

Fjallið er bratt og torfært en mjög skemmtilegt viðureignar fyrir þá sem vilja meiri áskorun. Sjálfur tindurinn er mjög illkleyfur fyrir þá sem skortir reynslu og/eða búnað.
Til að komast að fjallinu þarf að lágmarki jeppling en fara þarf upp Miðdalsfjall, keyra austur með Rauðafelli norðanverðu og alveg austur fyrir Högnhöfðan til að ná að Kálfstindi.

Útivistarfyrirtækið Laugarvatn Adventure er góður kostur fyrir þá sem vilja fá leiðsögn á fjallið.