Fjallahringurinn
Fjallahringurinn byrjar við vesturenda Laugarvatns (ef við gefum okkur að hringur hafi einn upphafspunkt) og liggur eftir hlíðum Laugarvatnsfjalls að Vélstjórabústöðunum austan við þorpið. Heildar hringurinn er í kringum 6km en út úr honum má ganga á tveimur stöðum, við Tjaldmiðstöðina og við hjólhýsasvæðið.
Í upphafi liggur hann nokkuð upp í fjallið svo útsýnið yfir vatn og þorp fær að njóta sín.
Stígurinn er breiður og mjög góður yfirferðar en á stöku stað aðeins grófur svo hjólarar ættu að fara varlega.