UMFL skrifaði undir leigusamning við VM í dag

Í dag 9. mars var loks skrifað undir samning um leigu VM á reit ungmennafélagsins í landi Snorrastaða. Má segja að viðræður hafi staðið yfir svo árum skiptir og er gleðiefni að málið er nú í höfn. Aðilar ánægðir og ætti samfélagið allt að njóta þessa nýtingar á landinu ásamt því að UMFL fær leigutekjur sem renna í íþróttastarfið. VM hyggst nýta landið samhliða bústöðum og annarri þjónustu þarna við hliðina og verður þessi blettur aðallega nýttur undir tjaldsvæði félagsmanna. Samið var til a.m.k. tíu ára með 3ja ára uppsagnarfresti af beggja hálfu.

Undir samninginn ritaði stjórn UMFL, Sigurbjörn Árni formaður, Lára Hreinsdóttir ritari og Kristrún gjaldkeri. Fyrir hönd Vélstjóra og Málmiðnaðarmanna skrifaði Guðmundur Ragnarsson. Áslaug vottaði fyrir VM og Pétur Ingi meðstjórnandi fyrir UMFL. Mynd sýnir fundinn í aðstöðu UMFL þar sem menn skrifuðu undir og tókust í hendur.

Kristrún

w434-img_2003

Picture 1 of 1

Comments are closed.