• Laugarvatn

Velkomin á Laugarvatn

Laugarvatn er afar fallegur og friðsæll fjölskyldustaður sem býður uppá marga möguleika

Laugarvatn er í grennd við helstu ferðamannastaði landsins Þingvelli, Skálholt, Gullfoss og Geysi. Fjöldi ferðamanna leggur leið sína til Laugarvatns árið um kring enda staðurinn ekki síðri heim að sækja að vetri en sumri.

Á Laugarvatni er góð gistiaðstaða fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa og ýmislegt er hægt að gera sér til afþreyingar. Hér eru t.d skemmtilegar gönguleiðir, frí veiði í vatninu, hellaskoðun, fjórhjólaleiga, golf og 4×4 ferðir. Einnig er hér gallerý, sundlaug, bensínstöð, matvöruverslun og nokkrir veitingastaðir (sumar/vetraropnunartímar).

Laugarvatn.net mælir með Farfuglaheimilinu Laugarvatni -> www.laugarvatnhostel.is