Hreinsunardagur á Laugarvatni

Hreinsunardagur á Laugarvatni

Laugardaginn 19. maí kl 10:00

Kæru Laugdælingar
Ætlunin er að hittast við grunnskólann og taka til í þorpinu og á vatnsbakkanum. Ef næg þátttaka fæst hreinsum við meðfram veginum líka.
Að tiltekt lokinni verður grillað við íþróttamiðstöðina (farfuglaheimilið) niður við vatn. Eftir grillið verður börnunum boðið í báta út á vatn.
• Samkaup-Strax gefur pylsur, pylsubrauð og meðlæti
• Farfuglaheimilið lánar aðstöðu og grill með kolum og kveikilegi
• Björgunarsveitin Ingunn býður börnum í bátsferð eftir grillið
• Bláskógabyggð gefur svarta ruslapoka
Gámastöðvar Bláskógabyggðar verða opnar þennan dag frá 13-18 og losun verður gjaldfrjáls.

Hlökkum til að sjá ykkur:
Samkaup-Strax
Farfuglaheimilið
Ungmennafélag Laugdæla
Hollvinir Laugardals
Lionsklúbbur Laugardals
Bláskógabyggð
Björgunarsveitin Ingunn
Veitingahúsið Bláskógar
Menntaskólinn að Laugarvatni

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fundur og vorferð

Fundurinn sem venju samkvæmt ætti að vera miðvikudaginn kemur (09.05.2012) fellur niður eða verður sameinaður vorferðar klúbbsins næstu helgi (12.05.2012).
Mæting í vorferðina lofar góðu og veðurspáin sem stendur þokkaleg þó regnhlíf gæti komið sér vel svo bleytan rugli ekki hárgreiðslunni… eitthvað sem ritari þarf ekki að óttast.

Vorferðin verður betur kynnt félagsmönnum með tölvupósti síðar.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fúavörn á sparkvöllinn á Laugarvatni

Lkl. Laugardals fór í það í gær að bera fúavörnin á sparkvöllin við grunnskólann á Laugarvatni í glampandi sól og sumarfíling. Í heildina koma um 10 lionsmenn að verkinu en kærkomna aðstoð við málunina veittu þær Ástrós Pálmadóttur og Elinborg Jóhannsdóttir sem og Ásta Rós Rúnarsdóttir sem hljóp um svæðið með myndavél.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fundur

Ritari minnir á fund þann 11. apríl kl. 20:35 í fundaraðstöðu.

Sigurbjörn Árni og Örn sjá um kaffið og kvæði kvöldsins verður í höndum Torfa Pálssonar.

Kv. ritari

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fundur 14. mars…

… á hefðbundnum tíma og stað.

Kaffi verður í höndum Tomma og Víðis og kvæði kvöldsins í höndum Harðar.

Jóel mætir með uppistand en hann og Bjössi segja okkur einnig í máli og myndum frá ferð sinni til Thailands.

Kv. Rúnar G

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Nokkrar myndir

Ég smellti inn nokkrum myndum frá skötuveislunni 2010.

Í framhaldi vil ég endilega biðja þá klúbbfélaga sem eiga myndir úr starfi klúbbsins að koma þeim til mín og skiptir þá engu hvort þær séu frá þessu árþúsundi eða öðru.

Takk fyrir og lifið heil.

Fyrsta skötuveisla Lkl. Laugardals 2010.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fundur 08.02.2012

Ég minni félagsmenn á fund næstkomandi miðvikudag kl. 20:35 í fundaraðstöðu klúbbsins á Dalbraut 12 (kjallara).

Kaffi: Smári Stefánsson og Jóhann Gunnar
Kvæði kvöldsins: Jóhannes Sveinbjörnsson

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr