Kerti, blóð og kakó

Kertafleyting 2014

nn árlegi Ljósadagur var haldinn á Laugarvatni 29. nóvember síðastliðinn með jólamarkaði, vöfflukaffi, tendrun jólaljósa, kertafleytingu, hlaupandi börnum og hlæjandi fullorðnum. Þennan dag koma margir uppaldir en brottfluttir Laugdælingar heim í dalinn til að skófla í sig vöfflum með fjölskyldu og gömlum vinum.

Þáttaka Lions í deginum er nokkur og á ýmsum sviðum. Á jólamarkaðnum bjóðum við upp á ókeypis blóðsykurmælingu. Mælingunni hefur verið mjög vel tekið og margir sem nýta tækifærið og láta mæla sig. Hörður Bergsteinsson sá um mælinguna í ár og tók um leið blóðþrýstingsmælingu á þeim sem vildu. Blóðsykurinn reyndist almennt góður en nálægt efri mörkum hjá nokkrum. Ein kona mældist mjög ofarlega og var henni ráðlagt að láta athuga það betur.

Seinni partinn sér klúbburinn svo um tendrun jólaljósa á grenitré í Bjarnalundi. Þar hélt Smári Stefánsson smá lestur yfir fjöldanum og í framhaldi söng yngsta kynslóðin jólalög fyrir fjöldan. Eftir Bjarnalund er haldið niður að vatni þar sem flotkertunum sem klúbburinn selur á jólamarkaðnum er komið á flot undir ljúfri tónlist frá DJ Sævari Ást. Það brennur stundum við að veðurguðinn svíki okkur þegar fleytingin fer fram en í ár var veðrið eins og best getur á kosið með sléttu vatni og passlegri golu til að kertin flutu í fallegri halarófu frá bakkanum og út á vatnið. Eftir fleytinguna býður Fontana svo í kaffi og heitt kakó. Svo skemmtilega vill til að innsti koppur í búri hjá Fontana er félagi í Lkl. Laugardals, Sigurður Rafn Hilmarsson, svo líklegt þykir að bæði kaffið og kakóið hafi verið framúrskarandi hvað gæði varðar eins og honum einum er lagið. :)

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Kertafleytingin…

…er á morgun á Laugarvatni! Það verður ekki leiðinlegt, það verður gaman!

Kertin verða til sölu að vanda á jólamarkaðnum í grunnskóllanum og við vatnið.
Það þykir meira að segja líklegt að þau verði seld í Bjarnalundi líka… það er magnað!!

Ritari

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Haustferð 2014

haustferdÞað var hugur í ljónum dalsins þegar rútan rúllaði af plani Samkaup Strax laugardaginn 11. okt. Fyrsta stop ferðarinnar var brugghúsið Steðji í Borgarnesi. Þar fengum við fræðslu um fyrirtækið og rekstur þess ásamt því að bragða á þeim vörum sem þeir framleiða en Steðji sérhæfir sig að framleiða bjór án alls viðbætts sykurs.

Klukkan 15.00 vorum við komnir að Kolsstað á Hvítársíðu þar sem eigandinn Helgi Eiríksson tók á móti klúbbnum og sýndi okkur aðstöðuna sem hann hefur komið upp en þar tekur hann á móti hópum sem vinna að stærri og smærri skapandi verkefnum. Eftir kynningu Helga tókum við til við að borða nestið okkar og hlýddum að því loknu á kvennakór taka nokkur lög en kórinn var við æfingar í endurinnréttuðum útihúsunum en þau voru sérstaklega endurgerð með tónlistarflutning og hljómburð í huga. Á Kolsstað má svo sjá mikið og flott safn listaverka eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli en þangað var einmitt förinni heitið næst.

Páll er fæddur á Húsafelli og er sannarlega náttúrubarn og listamaður. Á Húsafelli skoðuðum við margvíslegar teikningar, höggmyndir og málverk eftir Pál og hlýddum á nokkur tónverk sem hann spilaði ýmist á steinhörpu gerða úr þunnum steinplötum, þurrkaða njólastilka eða afskorna rabbarbara.

Klukkan 19 renndum við í hlað í Fossatúni til að fá okkur í gogginn. Verti staðarins vísaði okkur til sætis og snæddum við þriggjarétta máltíð við tónlist úr vínilplötuspilara staðarins og mjög svo fagran söng félagsmanna en tónlistarval Davíðs og Sævars var þess eðils að líkami viðstaddra nötraði af söngþrá sem ekki var hamin. Sama gilti um dansglaða sem hentust um gólfið í listrænum snúningum og sveiflum.

Heimkoma á Laugarvatn var rétt um miðnættið. Þar tók félagi Smári Stefánsson á móti þeim sem enn höfðu pláss fyrir veigar en Smári hafði kveikt upp í elsdstæðinu í garðinum og lauk deginum því í rólegu spjalli við varðeld. Ekki slæmur dagur þetta og hefur klúbbnefndin miklar þakkir fyrir gott skipulag og gott utanumhald ferðamanna.

Rúnar Gunnarsson, ritari lkl. Laugardals.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Haustferð

Klæðið ykkur í sparísokkana og hengið á ykkur slaufuna, við förum í ferðalag!

Dagsetning: 11. okt.

Brottför: Kl. 11:00 frá Samkaup Strax
Dagsrká: samkv. pósti
Heimkoma: Þegar og ef guð lofar!

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Kóngvegurinn

Eins og boðað var fyrir fyrsta fund þetta starfsárið þá gátu þeir sem vildu fengið að láni hross og mætt ríðandi á fudnarstað. Fjórir fórum við ríðandi kóngsveginn frá Hólum að Efstadal og fengum stórskemmtilega staðar-, örnefna- og sögukynningu frá formanni okkar Jóhanni Gunnari.

Fundurinn fór fram að mestu með hefðbundnu sniði en eftir að honum var slitið bauð Sölvi Arnarson, verti í Efstadal, félagsmönnum upp á Lions tilboð á hamborgurum og öl með. Menn týndust svo í burt einn og einn þegar leið á kvöldið en síðustu félagsmenn yfirgáfu veitingahúsið einhverntíma eftir miðnættið. Það er óhætt að segja að Hótelið í Efstadal er góður staður heim að sækja. -> www.efstidalur.is

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Fyrsti fundur starfsársins

 Þá fer í hönd annað og kolklikkað starfsár hjá Lionsklúbb Laugardals.

Fyrsti fundur verður haldin á veitingahúsinu í Efstadal þann 19. september klukkan 20.00.

Í Efstadal ætlar Sölvi að kokka í okkur einhvert góðgæti og er hugmyndin að þeir sem hafa áhuga fari ríðandi frá gamla kóngsveginn frá Hólum að Efstadal til að byggja upp matarlyst. Brottfarartími frá Hólum yrði 17:30.

Hestar og reiðtygi verður hægt að fá að láni fyrir þá sem ekki búa svo vel að eiga slíkt sjálfir. Hestarnir munu að mestu koma úr hestaleigunni í Efstadal svo pantanir á hross þurfa að berast daginn áður (18. Sept) svo hægt verði að ferja nægjanlega mörg hrossin yfir í tíma.

Þeim sem var kennt að leikja sér ekki að/á matnum geta að sjálfsögðu sleppt reiðinni og mætt beint í Efstadalinn á áður tilgreindum fundartíma.

Niðurtalning í fund er hafin! Gvööð hvað þetta verður gaman!

days
hours
min
sec

Samantekt:
Nýtt, klikkað starfsár, fundur 19. sept. kl. 20:00, brottför reiðmanna frá Hólum: 17:30, mæting bílamanna: 19:55, Panta hross í síðastalagi 18. sept.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

“Ég er með vor á skallanum…”

Það er komið að því kæru lions félagar! Vorferðin 2014!!! Get ég fengið halelúja!!

Áður en að henni kemur ætlum við að hittast og taka til hendinni á gamla, fokna, bátaskýlinu við vatnið. Við hittumst klukkan 17 við vatnið með tæki og tól til verksins. Pálmi og Sævar munu stjórna verkinu og sjá til þess að við hlaupum ekki um svæðið eins og höfuðlaus her enda varasamt að hlaupa stefnulaust um svæðið þar sem hverinn er skammt undan. Sama kvöld tökum við fund í Héraðskólanum en í millitíðinni getið þið farið heim að borða kræsingar frá konuni, mömmu ykkar eða Mikki í Samkaup sem býður upp á dýrindis hamborgara og pylsur.

Vorferðin verður svo samkvæmt tölvupósti og ekki muna að gleyma að skrá ykkur í ferðina.

Þetta verður eitthvað!!!

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Skötuveisla 2013

Skötuveislan gekk feiknar vel þetta árið sem fyrri ár og tóku 80 manns á öllum aldri hraustlega til matar síns. Yfirkokksi dagsins var Sigurður Rafn en honum innan handar stóð formaðurinn sjálfur, Sölvi Arnarsson. Aðrir félagsmenn skiptu svo með sér að þjóna í sal og sápa leirtaugið en það er eftir traustum heimildum haft að aldrei hafi leirtau verið jafn fast og jafn vel skrúbbað og þegar Jói Gunni og Pálmi Páls spókuðu sig við vaskinn.

Pálmi Páls og Jói Gunni við störfLaugarvatn á við þann kvimleiða vanda að stríða að hafa ekkert félagsheimili á staðnum. Sökum þess þurfa félagasamtök á svæðinu ávalt að leita á náðir fyrirtækja og/eða stofnana á ef halda á uppákomur innanhús. Sem betur fer höfum við hér flottan hóp vel samfélagsþenkjandi einstaklingar, fyrirtækja og stofnana og þarf því sjaldan að hringja nema eitt símtal áður en húsnæði er fundið og vill Lionsklúbburinn þakka Menntaskólanum að Laugarvatni fyrir að hafa enn og aftur þjónustað samfélagið af miklum sóma með afnotum af húsnæði skólans.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af mörgum myndum sem teknar voru í veislunni.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr

Kertafleyting og jólajóla

BjarnalundurÞað viðraði mjög vel á mannskapinn í Bjarnalundi í gærkvöldi þegar Jólaljósin voru tendruð af lions mönnum í viðurvist fjölda fólks. Eftir að Sölvi Arnarsson, formaður Lkl. Laugardals hafði boðið fólk velkomið hélt skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Halldór Páll Halldórsson stutta ræðu og kór miðdalskirkju tók lagið.

Að þessu loknu var arkað niður að vatni og kertum fleytt í gríð og erg. Oft er það svo að veðurguðinn reynist kertafleytinum erfiður og kertin þá ekki náð frá bakka og jafnvel sokkið í öldugangi en þetta árið var kallinn í háloftunum kláralega í góða skapinu því við vatnið var lognið nánast algjört, mjög mildur vindur blés kertunum vel út á vatnið austanvert og var því sjónarspilið mikið þegar á leið.

Fontana boð svo gestum og gangandi í kaffi/kakó og smákökur og var því mjög vel tekið af börnum sem og fullorðnum.

Kertafleyting Lions gekk sem sagt vonum framar og telur sá sem þetta skrifar skrifar að þar hafi góður tónn verið settur fyrir jólahátíðina í ár.

FacebookTwitterGoogle+Emailtumblr